Skipafloti félagsins

Skipafloti félagsins

Nýju ísfiskskipin þrjú, Akurey, Engey og Viðey, voru öll í fullum rekstri framan af ári. Í júní var Engey seld og afhent nýjum eigendum í Rússlandi. Almennt hefur rekstur þeirra gengið vel og skip og búnaður virkað vel. Ánægja er með skipin og allur aðbúnaður starfsmanna til fyrirmyndar. Þá hefur sýnt sig að nýbreytni í hönnun lestar og millidekks er að skila auknu vinnuhagræði, fækkun slysa og bættri meðferð afla.

Helgu Maríu var lagt á fyrri hluta ársins. Skipið var síðan leigt í hafrannsóknarverkefni á vegum grænlensku landsstjórnarinnar í tæpa þrjá mánuði um sumarið. Hér var um áhugavert verkefni að ræða sem gekk vel og lýstu leigutakar yfir mikilli ánægju með útkomuna. Þegar því verkefni lauk kom skipið inn í rekstur félagsins á ný til að fylla skarð Engeyjar.

Eftir kaupin á Ögurvík ehf., í lok árs 2018, kom frystitogarinn Vigri inn í rekstur félagsins strax í byrjun árs og voru þá þrír frystitogarar í rekstri félagsins allt árið.

Mikil vinna hefur verið í tengslum við smíði nýs frystitogara félagsins, bæði hér heima og á Spáni. Skipið er það stærsta sem íslenskt útgerðarfélag hefur ráðist í að smíða og er það afar tæknivætt og vel búið. Nokkur töf hefur orðið á afhendingu skipsins en stefnt er að afhendingu í vor.

Engin loðnuvertíð var á árinu og hafði það mikil áhrif á rekstur uppsjávarskipanna. Rekstur þeirra gekk annars vel og eru bæði skipin að skila því sem lagt var upp með í byrjun. Þessi öflugu skip gera félaginu kleift að sækja á fjarlæg mið á mun öruggari hátt en áður.

Ísfisktogarar

Akurey AK 10
Akurey AK 10
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2017
Brt:
1827
Lengd:
54,75 m
Breidd:
13,5 m
Djúprista:
4,7 m
Helga María AK 16
Helga María AK 16
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1469,7
Lengd:
56,86 m
Breidd:
12,6 m
Djúprista:
7,7 m
Viðey RE 50
Viðey RE 50
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2017
Brt:
1827
Lengd:
54,75 m
Breidd:
13,5 m
Djúprista:
4,7 m

Frystitogarar

Höfrungur III AK 250
Höfrungur III AK 250
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1521
Lengd:
55,6 m
Breidd:
12,8 m
Djúprista:
8 m
Vigri RE 71
Vigri RE 71
Smíðað:
Noregur
Ár:
1992
Brt:
2157
Lengd:
66,96 m
Breidd:
13 m
Djúprista:
8,53 m
Örfirisey RE 4
Örfirisey RE 4
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1845
Lengd:
64,55 m
Breidd:
12,8 m
Djúprista:
8 m

Uppsjávarskip

Venus NS 150
Venus NS 150
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2015
Brt:
3672
Lengd:
80 m
Breidd:
17 m
Djúprista:
8,5 m
Víkingur AK 100
Víkingur AK 100
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2015
Brt:
3672
Lengd:
81 m
Breidd:
17 m
Djúprista:
8,5 m
Áhugavert að vita!
Frá starfsemi Brims og dótturfélaganna, Norðanfisks og Vignis G. Jónssonar, féllu um 43 tonn af plastúrgangi á árinu. Um 24 tonn af plastinu fór til endurvinnslu en 19 tonn til urðunar. Það er stefna Brims að allt plast fari til endurvinnslu.