2019 í hnotskurn

Breyting á skipaflota

  • Vigri er nú formlega kominn í skipaflota Brims eftir kaup félagsins á útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. í lok síðasta árs. Fyrsta veiðiferð þessa mikla aflaskips gekk vel. Aflabrögðin voru góð og skipið kom með 743 tonn af afla að landi.
  • Brim seldi í byrjun sumars ísfisktogarann Engey RE 91 til Murmansk Trawl Fleet í Rússlandi. Skipið var afhent nýjum eigendum í byrjun júnímánaðar.
  • Við söluna á Engey var ísfisktogarinn Helga María AK 16 tekinn aftur í rekstur félagsins en honum var lagt í byrjun febrúar.
  • Félagið gerði samkomulag við grænlensku hafrannsóknarstofnunina um leigu á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK 16 til hafrannsókna um sumarið.
  • Á seinni helmingi ársins keypti félagið Fiskvinnsluna Kamb ehf. sem gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Bátnum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.
  • Samhliða keypti félagið útgerðarfélagið Grábrók ehf. sem gerir út krókabátinn Steinunni HF 108. Bátnum fylgir um 850 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Botnfiskafli

Uppsjávarafli

Breytingar á vinnslu

  • Í byrjun árs voru gerðar endurbætur á fiskmjölsverksmiðju félagsins á Vopnafirði. Eimingartæki verksmiðjunnar voru endurnýjuð og lauk verkinu í lok janúar.
  • Brim ákvað að hefja vinnslu á grásleppu á Vopnafirði á fyrri hluta ársins. Vinnan fólst fyrst og fremst í slægingu og söltun á hrognum líkt og gert var hjá dótturfélagi þess á Akranesi, Vigni G. Jónssyni. Hrognin voru síðan flutt á Akranes og fullunnin þar.
  • Samningur var gerður um kaup á Fiskvinnslunni Kambi ehf. á seinni hluta ársins. Félagið rekur fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði og er hún búin margvíslegum hátæknibúnaði. Samningurinn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins.
  • Á haustmánuðum undirritaði Brim samning við Marel um kaup og uppsetningu á hátækni vinnslubúnaði og hugbúnaðarlausnum fyrir botnfiskvinnslu félagsins í Norðurgarði, Reykjavík. Verður það ein fullkomnasta vinnslustöð fyrir botnfisk á heimsvísu.
  • Brim var með tímabundna botnfiskvinnslu á Vopnafirði um vorið og fram á sumar. Unnið var við frystingu á grásleppu og grálúðu. Áfram er stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en ennþá er til skoðunar hvaða starfsemi fellur að þeirri vertíðarbundnu vinnslu sem fyrir er.
Áhugavert að vita!
Brim hlaut á árinu Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019. Samtök atvinnulífsins veita árlega því fyrirtæki viðurkenningu sem hefur tekið umhverfismálin föstum tökum. Í umsögn dómnefndar kemur fram að Brim leggur áherslu á samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu og hefur unnið að því að kortleggja áhrif og ábyrgð félagsins.