Forstjóri
Fjármálastjóri
Framkvæmdastjóri
Formaður stjórnar
Menntun:
Sjávarútvegsfræðingur M.Sc. frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö, Noregi. Skipstjórnarpróf I. stigs frá Stýrimannaskóla Íslands. Próf Fjármálaeftirlitsins fyrir stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og námskeið Háskólans í Reykjavík og Bedriftsökonomisk Institutt (BI), Oslo, Noregi, í stjórnarstörfum.
Fyrst kjörinn í stjórn Brims hf.:
Mars 2019
Starfsreynsla:
Rekur eigið ráðgjafar- og fjárfestingafyrirtæki Viðskiptaþróun ehf. og fjárfestingafyrirtækið ISDER ehf. Hefur starfað í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi í rúma þrjá áratugi eftir nám, m.a. við markaðs- og sölumál, fjármál, fyrirtækjarekstur og stjórnun m.a. hjá Norfish Export Co., SÍF, Marel, Íslandsbanka/Glitni, Granda/HB Granda og Iceland Seafood International.
Önnur stjórnarstörf:
Hefur verið stjórnarmaður í fyrirtækjum í Noregi, Perú og á Íslandi um árabil, m.a. í Landsbankanum, Corporacion Pesquera Inca, Olivita og Vaka. Nú stjórnarformaður Völku og Snerpu, stjórnarmaður í Olivita og Polar Togbúnaði, varamaður í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins og Margildis hf.
Eignarhlutur í Brimi hf.:
Kr. 0 (0,00%)
Hagsmunatengsl:
Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Stjórnarmaður
Menntun:
Stundaði diplómanám við Ökonomisk Faghögskole í Þrándheimi, með áherslu á endurskoðun og mannauðsmál (er nú hluti af Norges Teknisk Naturvitenskapelige Universitet í Þrándheimi-NTNU) og var áður í Verzlunarskóla Íslands.
Fyrst kjörin í stjórn Brims hf.:
28. apríl 2016.
Starfsreynsla:
Sjálfstætt starfandi ráðgjafi, AGMOS ehf., sinnir afmörkuðum verkefnum fyrir Samtök ferðaþjónustunnar SAF. Reynsla úr atvinnulífinu er margvísleg. Hefur einkum unnið við fjármál og framkvæmdastjórn, m.a. hjá eftirfarandi fyrirtækjum: Bláa Lóninu, Laugarvatni Fontana, Viðskiptablaðinu, Vöku-Helgafelli, Íslenska Útvarpsfélaginu (Stöð 2) og Arnarflugi, auk þess að hafa starfað hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns og Ara (er nú hluti af Deloitte), Útgerðarfélaginu Hilmi sf. og Landsbankanum.
Önnur stjórnarstörf:
Á sæti í stjórnum: Bláa Lónsins hf., Hreyfingar ehf., AGMOS ehf. Fyrri stjórnarseta m.a. í eftirfarandi félögum og stofnunum: Into the Glacier ehf, Lífeyrissjóði verzlunarmanna, Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, Útflutningsráði, Ferðamálaráði, Samtökum ferðaþjónustunnar og Arnarflugi hf. Hefur auk þess verið mjög virk í nokkrum frjálsum félagasamtökum. Hefur einnig sinnt margvíslegum nefndarstörfum fyrir atvinnuvega-, utanríkis-, samgöngu- og umhverfisráðuneyti.
Eignarhlutur í Brimi hf.:
Kr. 0 (0,00%)
Hagsmunatengsl:
Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Stjórnarmaður
Menntun:
Rafmagnsverkfræðingur (Dipl.-Ing.) frá Tækniháskólanum í Karlsruhe, MBA frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona.
Fyrst kjörinn í stjórn Brims hf.:
4. maí 2018.
Starfsreynsla:
Starfar sem forstöðumaður Grænvangs. Fyrri störf: Forstjóri eTactica ehf., forstjóri N1 hf., forstjóri HB Granda hf., forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Philips Electronics, verkfræðingur hjá Íslenska járnblendifélaginu hf.
Önnur stjórnarstörf:
Stjórnarformaður Hótels Holts Hausta ehf. Formaður Leikfélags Reykjavíkur.
Eignarhlutur í Brimi hf.:
Kr. 0 (0,00%)
Hagsmunatengsl:
Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Stjórnarmaður
Menntun:
Lögfræðingur, cand.jur. frá Háskóla Íslands. Laga-og heimspekinám í KU Leuven Belgíu og í UCC Cork á Írlandi. Doktorsnám í Bandaríkjunum.
Fyrst kjörin í stjórn Brims hf.:
27. júlí 2018.
Starfsreynsla:
Sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Rannsóknarfélagi við Columbia University Law School í New York frá 2015. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 2013-2014. Lektor við Háskólann á Akureyri frá 2012 og nú gestalektor þar. Aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2012. Lögfræðilegur ráðgjafi velferðarráðherra 2009-2010. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra 2007-2009. LEX lögmannsstofa 2006-2007. Lögfræðingur Samtaka iðnaðarins 2002-2006. Valnefnd sigurtillögu vegna samkeppni um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík 2005-2006. Kenndi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar. Lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Íþróttafréttakona o.fl. hjá RÚV. Einn höfunda skýrslu starfshóps um EES samstarfið 2019. Starfaði með Thorvald Stoltenberg fyrir hönd Íslands í nefnd um varnarsamstarf Norðurlanda 2008. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007.
Önnur stjórnarstörf:
Í Háskólaráði Háskóla Íslands. Í stjórn "Leifur Eiríksson Foundation". Varamaður í stjórn Bankasýslu ríkisins. Í siðanefnd Knattspyrnusambands Íslands. Varamaður í stjórn Samtaka sparifjáreigenda. Dæmi um fyrri stjórnarstörf: Stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Stjórnarformaður Félagsþjónustu kirkjunnar. Ritari stjórnar Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Formaður Afrekssjóðs. Í stjórn Háskólans í Reykjavík. Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar. Stjórnarformaður Hlaðvarpans ehf.
Eignarhlutur í Brimi hf.:
Kr. 0 (0,00%)
Hagsmunatengsl:
Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Stjórnarmaður
Menntun:
Rekstrartæknifræðingur frá Odense Teknikum, Hagræðingarnám.
Fyrst kjörinn í stjórn Brims hf.:
4. maí 2018.
Starfsreynsla:
Forstjóri Atlantika INC í Bandaríkjunum, 2009-2018. Aðalræðismaður Íslands í New York, 2005-2008. Forstjóri Icelandic Inc - Coldwater Seafood, 1984-2005. Forstjóri Hampiðjunnar hf., 1972-1984. Hagræðingarráðunautur hjá Vinnuveitendasambandi Íslands, 1966-1972.
Önnur stjórnarstörf:
Sat í stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf., sat í stjórn Promens.
Eignarhlutur í Brimi hf.:
Kr. 81.689 (0,005%)
Hagsmunatengsl:
Engin hagsmunatengsl hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Skráð hlutafé Brims hf. var 1.956 milljónir króna í árslok 2019. Félagið átti í árslok eigin hluti að nafnverði 57 milljónir króna, þannig að útistandandi hlutafé nam 1.899 milljónum króna. Hluthafar í upphafi árs voru 890 en voru 854 í árslok. Í árslok 2019 áttu fjórir hluthafar yfir 10% eignarhlut í félaginu en þeir voru Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. sem átti 35,6%, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild sem átti 11,5% , Lífeyrissjóður verslunarmanna sem átti 11,0% og RE-13 ehf. sem átti 10,3%.
Gengi hlutabréfa var 39,1 í árslok 2019 en 33,7 í ársbyrjun. Raunávöxtun hlutabréfa á árinu, að meðtöldum arði í félaginu, reyndist vera jákvæð um 16,0%. Þá er miðað við bréf sem keypt var á lokagengi ársins 2019 og selt í lok ársins 2019, að teknu tilliti til greiðslu arðs og verðbólgu á árinu. Sé litið til lengri tíma var raunávöxtun hlutabréfs, sem var keypt í lok árs 1999 og selt um síðustu áramót, um 7,0% á ári að meðaltali.
Skráð viðskipti með hlutabréf í Brimi hf. námu 20.485 milljónum króna árið 2019. Skráð viðskipti árið 2018 námu 34.602 milljónum króna. Úrvalsvísitala OMX Iceland hækkaði um 31,44% árið 2019 en hækkaði um 33,22% að teknu tilliti til arðgreiðslna.
í millj. kr. | % | |
---|---|---|
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. | 676,7 | 35,6% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild | 218,3 | 11,5% |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 209,0 | 11,0% |
RE-13 ehf. | 196,5 | 10,3% |
KG Fiskverkun ehf. | 127,1 | 6,7% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild | 72,6 | 3,8% |
Birta lífeyrissjóður | 56,9 | 3,0% |
Ingimundur Ingimundarson | 48,0 | 2,5% |
Stefnir ÍS 15 | 46,4 | 2,4% |
Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. | 32,2 | 1,7% |
Aðrir hluthafar | 215,3 | 11,5% |
Útistandandi hlutafé | 1.899,0 | 100,0% |
Brim hf. hélt aðalfund sinn föstudaginn 29. mars 2019. Fundinn sóttu 59 hluthafar sem fóru með 91,7% af hlutafé félagsins, auk gesta.
Formaður stjórnar, Magnús Gústafsson, flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir rekstri og afkomu félagsins á liðnu starfsári. Guðmundur Kristjánsson forstjóri kynnti ársreikning félagsins og gerði grein fyrir ýmsum þáttum starfseminnar á liðnu ári, ásamt því að svara fyrirspurnum.
Tillaga stjórnar um að greidd yrði 1,0 kr. á hlut í arð af hlutafé var samþykkt samhljóða.
Sjálfkjörið var í stjórn félagsins. Í stjórn voru kjörin: Anna G. Sverrisdóttir, Eggert Benedikt Guðmundsson, Kristján Þ. Davíðsson, Kristrún Heimisdóttir og Magnús Gústafsson.
Deloitte ehf. var kjörið endurskoðunarfélag.
Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórnin með sér verkum. Kristján Þ. Davíðsson var kjörinn formaður og Anna G. Sverrisdóttir varaformaður.