Stjórn og stjórnarhættir

Framkvæmdastjórn Brims hf.

Guðmundur Kristjánsson

Guðmundur Kristjánsson

Forstjóri

Inga Jóna Friðgeirsdóttir

Inga Jóna Friðgeirsdóttir

Fjármálastjóri

Ægir Páll Friðbertsson

Ægir Páll Friðbertsson

Framkvæmdastjóri

Stjórn Brims hf.

Kristján Þórarinn Davíðsson

Formaður stjórnar


Menntun:

Sjávarútvegsfræðingur M.Sc. frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö, Noregi. Skipstjórnarpróf I. stigs frá Stýrimannaskóla Íslands. Próf Fjármálaeftirlitsins fyrir stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og námskeið Háskólans í Reykjavík og Bedriftsökonomisk Institutt (BI), Oslo, Noregi, í stjórnarstörfum.

Fyrst kjörinn í stjórn Brims hf.:

Mars 2019

Starfsreynsla:

Rekur eigið ráðgjafar- og fjárfestingafyrirtæki Viðskiptaþróun ehf. og fjárfestingafyrirtækið ISDER ehf. Hefur starfað í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi í rúma þrjá áratugi eftir nám, m.a. við markaðs- og sölumál, fjármál, fyrirtækjarekstur og stjórnun m.a. hjá Norfish Export Co., SÍF, Marel, Íslandsbanka/Glitni, Granda/HB Granda og Iceland Seafood International.

Önnur stjórnarstörf:

Hefur verið stjórnarmaður í fyrirtækjum í Noregi, Perú og á Íslandi um árabil, m.a. í Landsbankanum, Corporacion Pesquera Inca, Olivita og Vaka. Nú stjórnarformaður Völku og Snerpu, stjórnarmaður í Olivita og Polar Togbúnaði, varamaður í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins og Margildis hf.

Eignarhlutur í Brimi hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Anna G. Sverrisdóttir

Stjórnarmaður


Menntun:

Stundaði diplómanám við Ökonomisk Faghögskole í Þrándheimi, með áherslu á endurskoðun og mannauðsmál (er nú hluti af Norges Teknisk Naturvitenskapelige Universitet í Þrándheimi-NTNU) og var áður í Verzlunarskóla Íslands.

Fyrst kjörin í stjórn Brims hf.:

28. apríl 2016.

Starfsreynsla:

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi, AGMOS ehf., sinnir afmörkuðum verkefnum fyrir Samtök ferðaþjónustunnar SAF. Reynsla úr atvinnulífinu er margvísleg. Hefur einkum unnið við fjármál og framkvæmdastjórn, m.a. hjá eftirfarandi fyrirtækjum: Bláa Lóninu, Laugarvatni Fontana, Viðskiptablaðinu, Vöku-Helgafelli, Íslenska Útvarpsfélaginu (Stöð 2) og Arnarflugi, auk þess að hafa starfað hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns og Ara (er nú hluti af Deloitte), Útgerðarfélaginu Hilmi sf. og Landsbankanum.

Önnur stjórnarstörf:

Á sæti í stjórnum: Bláa Lónsins hf., Hreyfingar ehf., AGMOS ehf. Fyrri stjórnarseta m.a. í eftirfarandi félögum og stofnunum: Into the Glacier ehf, Lífeyrissjóði verzlunarmanna, Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, Útflutningsráði, Ferðamálaráði, Samtökum ferðaþjónustunnar og Arnarflugi hf. Hefur auk þess verið mjög virk í nokkrum frjálsum félagasamtökum. Hefur einnig sinnt margvíslegum nefndarstörfum fyrir atvinnuvega-, utanríkis-, samgöngu- og umhverfisráðuneyti.

Eignarhlutur í Brimi hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Eggert Benedikt Guðmundsson

Stjórnarmaður


Menntun:

Rafmagnsverkfræðingur (Dipl.-Ing.) frá Tækniháskólanum í Karlsruhe, MBA frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona.

Fyrst kjörinn í stjórn Brims hf.:

4. maí 2018.

Starfsreynsla:

Starfar sem forstöðumaður Grænvangs. Fyrri störf: Forstjóri eTactica ehf., forstjóri N1 hf., forstjóri HB Granda hf., forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Philips Electronics, verkfræðingur hjá Íslenska járnblendifélaginu hf.

Önnur stjórnarstörf:

Stjórnarformaður Hótels Holts Hausta ehf. Formaður Leikfélags Reykjavíkur.

Eignarhlutur í Brimi hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Kristrún Heimisdóttir

Stjórnarmaður


Menntun:

Lögfræðingur, cand.jur. frá Háskóla Íslands. Laga-og heimspekinám í KU Leuven Belgíu og í UCC Cork á Írlandi. Doktorsnám í Bandaríkjunum.

Fyrst kjörin í stjórn Brims hf.:

27. júlí 2018.

Starfsreynsla:

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Rannsóknarfélagi við Columbia University Law School í New York frá 2015. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 2013-2014. Lektor við Háskólann á Akureyri frá 2012 og nú gestalektor þar. Aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2012. Lögfræðilegur ráðgjafi velferðarráðherra 2009-2010. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra 2007-2009. LEX lögmannsstofa 2006-2007. Lögfræðingur Samtaka iðnaðarins 2002-2006. Valnefnd sigurtillögu vegna samkeppni um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík 2005-2006. Kenndi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar. Lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Íþróttafréttakona o.fl. hjá RÚV. Einn höfunda skýrslu starfshóps um EES samstarfið 2019. Starfaði með Thorvald Stoltenberg fyrir hönd Íslands í nefnd um varnarsamstarf Norðurlanda 2008. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007.

Önnur stjórnarstörf:

Í Háskólaráði Háskóla Íslands. Í stjórn "Leifur Eiríksson Foundation". Varamaður í stjórn Bankasýslu ríkisins. Í siðanefnd Knattspyrnusambands Íslands. Varamaður í stjórn Samtaka sparifjáreigenda. Dæmi um fyrri stjórnarstörf: Stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Stjórnarformaður Félagsþjónustu kirkjunnar. Ritari stjórnar Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Formaður Afrekssjóðs. Í stjórn Háskólans í Reykjavík. Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar. Stjórnarformaður Hlaðvarpans ehf.

Eignarhlutur í Brimi hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Magnús Gústafsson

Stjórnarmaður


Menntun:

Rekstrartæknifræðingur frá Odense Teknikum, Hagræðingarnám.

Fyrst kjörinn í stjórn Brims hf.:

4. maí 2018.

Starfsreynsla:

Forstjóri Atlantika INC í Bandaríkjunum, 2009-2018. Aðalræðismaður Íslands í New York, 2005-2008. Forstjóri Icelandic Inc - Coldwater Seafood, 1984-2005. Forstjóri Hampiðjunnar hf., 1972-1984. Hagræðingarráðunautur hjá Vinnuveitendasambandi Íslands, 1966-1972.

Önnur stjórnarstörf:

Sat í stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf., sat í stjórn Promens.

Eignarhlutur í Brimi hf.:

Kr. 81.689 (0,005%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Hluthafar

Skráð hlutafé Brims hf. var 1.956 milljónir króna í árslok 2019. Félagið átti í árslok eigin hluti að nafnverði 57 milljónir króna, þannig að útistandandi hlutafé nam 1.899 milljónum króna. Hluthafar í upphafi árs voru 890 en voru 854 í árslok. Í árslok 2019 áttu fjórir hluthafar yfir 10% eignarhlut í félaginu en þeir voru Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. sem átti 35,6%, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild sem átti 11,5% , Lífeyrissjóður verslunarmanna sem átti 11,0% og RE-13 ehf. sem átti 10,3%.

Gengi hlutabréfa var 39,1 í árslok 2019 en 33,7 í ársbyrjun. Raunávöxtun hlutabréfa á árinu, að meðtöldum arði í félaginu, reyndist vera jákvæð um 16,0%. Þá er miðað við bréf sem keypt var á lokagengi ársins 2019 og selt í lok ársins 2019, að teknu tilliti til greiðslu arðs og verðbólgu á árinu. Sé litið til lengri tíma var raunávöxtun hlutabréfs, sem var keypt í lok árs 1999 og selt um síðustu áramót, um 7,0% á ári að meðaltali.

Skráð viðskipti með hlutabréf í Brimi hf. námu 20.485 milljónum króna árið 2019. Skráð viðskipti árið 2018 námu 34.602 milljónum króna. Úrvalsvísitala OMX Iceland hækkaði um 31,44% árið 2019 en hækkaði um 33,22% að teknu tilliti til arðgreiðslna.

í millj. kr. %
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. 676,7 35,6%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild 218,3 11,5%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 209,0 11,0%
RE-13 ehf. 196,5 10,3%
KG Fiskverkun ehf. 127,1 6,7%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild 72,6 3,8%
Birta lífeyrissjóður 56,9 3,0%
Ingimundur Ingimundarson 48,0 2,5%
Stefnir ÍS 15 46,4 2,4%
Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. 32,2 1,7%
Aðrir hluthafar 215,3 11,5%
Útistandandi hlutafé 1.899,0 100,0%

Aðalfundur 2019

Brim hf. hélt aðalfund sinn föstudaginn 29. mars 2019. Fundinn sóttu 59 hluthafar sem fóru með 91,7% af hlutafé félagsins, auk gesta.

Formaður stjórnar, Magnús Gústafsson, flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir rekstri og afkomu félagsins á liðnu starfsári. Guðmundur Kristjánsson forstjóri kynnti ársreikning félagsins og gerði grein fyrir ýmsum þáttum starfseminnar á liðnu ári, ásamt því að svara fyrirspurnum.

Tillaga stjórnar um að greidd yrði 1,0 kr. á hlut í arð af hlutafé var samþykkt samhljóða.

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins. Í stjórn voru kjörin: Anna G. Sverrisdóttir, Eggert Benedikt Guðmundsson, Kristján Þ. Davíðsson, Kristrún Heimisdóttir og Magnús Gústafsson.

Deloitte ehf. var kjörið endurskoðunarfélag.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórnin með sér verkum. Kristján Þ. Davíðsson var kjörinn formaður og Anna G. Sverrisdóttir varaformaður.